Þessir Rómverjar eru klikk?… Stefán Pálsson skrifar 30. október 2016 11:00 Á ofanverðri nítjándu öld varð sú tíska útbreidd meðal búningahönnuða þýskra óperuhúsa að láta sögupersónur í hetjuóperum víkingaaldar bera hyrnda hjálma. Engar sögulegar heimildir benda til að slíkur höfuðbúnaður hafi tíðkast í raun og veru, en fljótlega varð hornahjálmurinn hluti af staðalmynd norræna víkingsins. Fyrir vikið eru allar minjagripabúðir á Norðurlöndunum fullar af glingri og fatnaði sem sýnir víkinga með vígaleg horn skagandi út úr hjálminum. Sagan hefur að geyma ótal dæmi af þessum toga um það hvernig myndskreytingar listamanna, skáldskapur og sviðsetningar móta hugmyndir okkar um fortíðina og festa oft í sessi ranghugmyndir sem vart er nokkur leið að uppræta. Myndasögurnar um Ástrík gallvaska eru þar augljós sökudólgur. Sögurnar um Ástrík eða Asterix hófu göngu sína í Frakklandi árið 1959 og náðu ótrúlega skjótum vinsældum. Nánast frá upphafi hafa sögurnar um Ástrík átt í baráttu við Tinnabækurnar um titilinn vinsælustu sögur fransk/belgísku myndasagnahefðarinnar. Sá er þó munurinn að á meðan fullorðnir hafa keypt Tinna fyrir börnin sín og gægst í sögurnar á eftir þeim, hafa foreldrarnir rennt sjálfir í gegnum Ástríkssögurnar áður en röðin kom að krökkunum. Það voru listamennirnir René Goscinny og Albert Uderzo sem skópu Ástrík og sagnaheim hans. Uderzo var teiknarinn en Goscinny handritshöfundur og saman höfðu þeir gert nokkuð vinsælar sögur um Oumpah-pah, hugdjarfan indíána, sem átti ásamt öðrum íbúum litla þorpsins síns í höggi við evrópska landnema í villta vestrinu. Brennandi áhugi á kúrekum og indíánum hefur raunar alla tíð einkennt fransk/belgísku myndasöguhefðina. Goscinny og Uderzo ákváðu að skapa nýjan heim í anda Oumpah-pah og finna honum stað í Frakklandi fortíðarinnar. Fyrir valinu varð tímabilið í kjölfar Gallastríðanna, þegar hershöfðinginn Júlíus Sesar bældi0 niður allsherjaruppreisn í Gallíu af gríðarlegri hörku og miskunnarleysi. Stríðinu lauk árið 46 fyrir Krist þegar Gallahöfðinginn Vercingetorix gafst upp, var fluttur í hlekkjum til Rómar og síðar líflátinn.Skeggprúð hetja Vercingetorix komst í hetjutölu í Frakklandi á ofanverðri nítjándu öld þegar rómantískir listamenn og sagnritarar tóku að draga upp mynd af honum sem upphafsmanni gallverskrar samstöðu, sem aftur hafi lagt grunninn að tilvist frönsku þjóðarinnar. Fljótlega komst á sú hefð að sýna Vercingetorix sem hárprúðan mann með gríðarmikið yfirvaraskegg. Stundum skartaði hann líka vængjuðum hjálmi. Ástríkur gallvaski hafði Vercingetorix að fyrirmynd með myndarlegt skeggið og hjálminn á sínum stað. Uderzo ætlaði í fyrstu að teikna hann sem stóran og stæðilegan kappa, en Goscinny vildi fremur snaggaralega og nánast dvergvaxna aðalsöguhetju. Málamiðlunin varð sú að hafa Ástrík lítinn en gefa honum tröllaukinn og treggáfaðan vin og fylgdarmann, Steinrík. Með vísun til Vercingetorix ákváðu höfundarnir að nöfn á ölum gallverskum persónum bókarinnar skyldu enda á -ix. Ekkert bendir raunar til að sú ending hafi verið algeng í nöfnum Galla til forna, en vegna Ástríksbókanna telja Frakkar almennt í dag að svo hafi verið. Þetta er ekki eina sögulega villan sem sagnaflokkurinn hefur fest í sessi. Þeir Goscinny og Uderzo láta gaulverska þorpið, sem er nafnlaust á frummálinu en fékk heitið Gaulverjabær í snjallri íslenskri þýðingu, standa í skógarjaðri á Bretagneskaga. Íbúarnir leggja einkum stund á veiðar í skóginum og borða heilsteikta villigelti í hvert mál. Í raun voru Gallar á þessum tíma hvorki skógarbúar né veiðimenn, heldur stunduðu þeir þróaða akuryrkju og ruddu skóga af kappi til að búa til nýtt ræktarland. Í sögunum er Gaulverjabær eina þorpið í gjörvallri Gallíu sem Rómarveldi hefur ekki tekist að brjóta undir sig og er það það rækilega umkringt af heilum fernum rómverskum herbúðum. Í sögunum er mikið gert úr menningarlegu sjálfstæði Gallanna í þorpinu sem halda í sínar hefðir og siði, öfugt við önnur héruð í landinu þar sem rómverska herraþjóðin hefur þvingað menningu sinni upp á heimamenn. Í dag hafa sagnfræðingar hafnað þessari gömlu túlkun á rómverska hernáminu og benda á að Rómverjar hafi hvorki haft mannafla né bolmagn til að standa í slíkri menningarlegri undirokun. Þess í stað hafi landstjórar Rómarveldis leyft heimamönnum að halda sínum háttum og samfélagið því ekki tekið neinar kollsteypur í fyrstu.Orðagrín og jaðartungur Ævintýri Ástríks birtust fyrst í myndasögublaði fyrir börn sem framhaldssögur. Árið 1961 var fyrstu sögunum safnað saman á bók og seldust 6 þúsund eintök fyrsta árið. Næsta bók, árið eftir, seldist þrefalt meira. Árið 1965 var salan orðin 300 þúsund eintök og þegar níunda sagan kom út árið 1969 seldust 1,2 milljónir bóka á fyrstu tveimur sólarhringunum! Í þeirri bók lenti Ástríkur í útistöðum við norræna víkinga (með hornahjálma, hvað annað) þótt blómatími víkinganna hafi raunar verið 800 árum síðar en sögusvið Gallastríðanna. Þessar gríðarlegu vinsældir skýrðust ekki hvað síst af snilli Goscinnys við að leika sér með kunnuglegar franskar staðalmyndir. Drjúgur hluti Ástríksbókanna gerist á ferðalagi, þar sem gantast er með klisjukenndar ímyndir íbúanna á hverjum stað. Orðaleikir og brandarar sprottnir af mállýskum eru fyrirferðarmiklir í sögunum. Það kann að skýra áhuga málvísindafólks á ævintýrum Ástríks, en þau hafa komið út á ótrúlega mörgum tungumálum – þar á meðal á mállýskum sem ekki eru talaðar nema af fáeinum þúsundum manna og sem lítil hefð er fyrir að nota á prenti. Latínugránar og esperantistar eiga svo vitaskuld sínar útgáfur. Hefur Ástríkur raunar verið nýttur til latínukennslu í skólum víða um lönd. Allar eru sögurnar fullar af vísunum í fornaldarsöguna, en samtímapólitíkin fær einnig sinn skammt. Þannig gerðu höfundarnir stólpagrín að kosningum og skrumi stjórnmálamanna í bókinni Ástríkur og gjafir Sesars frá árinu 1974, sem kom út um svipað leyti og Frakkar kusu sér Valéry Giscard d’Estaing sem forseta. Í Ástríki á Goðabakka, sem birtist í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen í Lesbók Morgunblaðsins, var skotið föstum skotum á arkitektúr og skipulag nýrra franskra borga á sjötta og sjöunda áratugnum og í Obelix et Compagnie eða Steinríkur ehf. frá árinu 1976 reyna Rómverjar að gera þorpsbúa að kapítalistum þar sem gantast er með stefnumál forsætisráðherrans Chiracs sem bregður fyrir í líki ungs hagfræðings. Steinríkur ehf. var næstsíðasta Ástríkssagan úr penna Goscinny. Hann lést árið 1977 aðeins 51 árs að aldri og var myndasöguunnendum harmdauði. Auk þess að semja handrit Ástríksbókanna var hann höfundur sagnanna um Lukku-Láka og Fláráð stórvesír.Geimverur og vatnaskrímsli Uderzo, sem hafði einbeitt sér að hlutverki teiknarans og aldrei lagt mikið til handritsgerðarinnar, ákvað að halda bókaflokknum áfram einn síns liðs. Sú ákvörðun var skiljanleg þar sem sögurnar möluðu gull, fyrirtæki slógust um að fá að nota Ástrík í auglýsingum sínum, gerðar voru kvikmyndir og jafnvel skemmtigarður í anda Gaulverjabæjar í grennd við París. Illu heilli reyndist Uderzo þó algjör eftirbátur félaga síns í hlutverki sögumannsins. Frá dauða Goscinny til ársins 2009 samdi hann tíu bækur, sem Ástríksunnendum ber almennt saman um að standi að baki fyrri sögunum að gæðum. Sumar eru þokkalega samdar, en oftar en ekki er söguþráðurinn óþarflega flókinn, klisjukenndur og ristir grunnt. Botninum var þó náð í bókinni þar sem geimverur frá öðrum hnöttum börðust í Gaulverjabæ í sögu sem átti augljóslega að vera ádeila á utanríkispólitík George W. Bush Bandaríkjaforseta! Uderzo lagði pennaveskið á hilluna fyrir fimm árum, þá 84 ára að aldri. Nokkru áður hafði hann tilkynnt þá ákvörðun sína að veita Ástríki framhaldslíf með nýjum höfundum. Nú þegar hafa tvær sögur litið dagsins ljós frá höfundinum Jean-Yves Ferri og teiknaranum Didier Conrad. Sú seinni viðheldur þeirri hefð að skírskota til pólitískra samtímaatburða, þar sem Wikileaks og Julian Assange eru í stórum hlutverkum. Fyrri bókin er hefðbundnari og segir frá heimsókn þeirra Ástríks og Steinríks á Piktaslóðir í Skotlandi. Sem nærri má geta úir þar allt og grúir af staðalmyndabröndurum um níska Skota, hálandaleika, sekkjapípugaul, Loch Ness-skrímsli og görótt viskí. Fyrir nokkrum misserum hófst útgáfa Ástríksbóka á íslensku að nýju eftir allnokkurt hlé. Fyrir þessi jól gefst svo íslenskum myndasögunjörðum kostur á að lesa um ævintýri Ástríks í Piktalandi. Sögurnar eru skemmtilegar sem fyrr, en deila má um ágæti þeirra sem kennslurits í sagnfræði. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á ofanverðri nítjándu öld varð sú tíska útbreidd meðal búningahönnuða þýskra óperuhúsa að láta sögupersónur í hetjuóperum víkingaaldar bera hyrnda hjálma. Engar sögulegar heimildir benda til að slíkur höfuðbúnaður hafi tíðkast í raun og veru, en fljótlega varð hornahjálmurinn hluti af staðalmynd norræna víkingsins. Fyrir vikið eru allar minjagripabúðir á Norðurlöndunum fullar af glingri og fatnaði sem sýnir víkinga með vígaleg horn skagandi út úr hjálminum. Sagan hefur að geyma ótal dæmi af þessum toga um það hvernig myndskreytingar listamanna, skáldskapur og sviðsetningar móta hugmyndir okkar um fortíðina og festa oft í sessi ranghugmyndir sem vart er nokkur leið að uppræta. Myndasögurnar um Ástrík gallvaska eru þar augljós sökudólgur. Sögurnar um Ástrík eða Asterix hófu göngu sína í Frakklandi árið 1959 og náðu ótrúlega skjótum vinsældum. Nánast frá upphafi hafa sögurnar um Ástrík átt í baráttu við Tinnabækurnar um titilinn vinsælustu sögur fransk/belgísku myndasagnahefðarinnar. Sá er þó munurinn að á meðan fullorðnir hafa keypt Tinna fyrir börnin sín og gægst í sögurnar á eftir þeim, hafa foreldrarnir rennt sjálfir í gegnum Ástríkssögurnar áður en röðin kom að krökkunum. Það voru listamennirnir René Goscinny og Albert Uderzo sem skópu Ástrík og sagnaheim hans. Uderzo var teiknarinn en Goscinny handritshöfundur og saman höfðu þeir gert nokkuð vinsælar sögur um Oumpah-pah, hugdjarfan indíána, sem átti ásamt öðrum íbúum litla þorpsins síns í höggi við evrópska landnema í villta vestrinu. Brennandi áhugi á kúrekum og indíánum hefur raunar alla tíð einkennt fransk/belgísku myndasöguhefðina. Goscinny og Uderzo ákváðu að skapa nýjan heim í anda Oumpah-pah og finna honum stað í Frakklandi fortíðarinnar. Fyrir valinu varð tímabilið í kjölfar Gallastríðanna, þegar hershöfðinginn Júlíus Sesar bældi0 niður allsherjaruppreisn í Gallíu af gríðarlegri hörku og miskunnarleysi. Stríðinu lauk árið 46 fyrir Krist þegar Gallahöfðinginn Vercingetorix gafst upp, var fluttur í hlekkjum til Rómar og síðar líflátinn.Skeggprúð hetja Vercingetorix komst í hetjutölu í Frakklandi á ofanverðri nítjándu öld þegar rómantískir listamenn og sagnritarar tóku að draga upp mynd af honum sem upphafsmanni gallverskrar samstöðu, sem aftur hafi lagt grunninn að tilvist frönsku þjóðarinnar. Fljótlega komst á sú hefð að sýna Vercingetorix sem hárprúðan mann með gríðarmikið yfirvaraskegg. Stundum skartaði hann líka vængjuðum hjálmi. Ástríkur gallvaski hafði Vercingetorix að fyrirmynd með myndarlegt skeggið og hjálminn á sínum stað. Uderzo ætlaði í fyrstu að teikna hann sem stóran og stæðilegan kappa, en Goscinny vildi fremur snaggaralega og nánast dvergvaxna aðalsöguhetju. Málamiðlunin varð sú að hafa Ástrík lítinn en gefa honum tröllaukinn og treggáfaðan vin og fylgdarmann, Steinrík. Með vísun til Vercingetorix ákváðu höfundarnir að nöfn á ölum gallverskum persónum bókarinnar skyldu enda á -ix. Ekkert bendir raunar til að sú ending hafi verið algeng í nöfnum Galla til forna, en vegna Ástríksbókanna telja Frakkar almennt í dag að svo hafi verið. Þetta er ekki eina sögulega villan sem sagnaflokkurinn hefur fest í sessi. Þeir Goscinny og Uderzo láta gaulverska þorpið, sem er nafnlaust á frummálinu en fékk heitið Gaulverjabær í snjallri íslenskri þýðingu, standa í skógarjaðri á Bretagneskaga. Íbúarnir leggja einkum stund á veiðar í skóginum og borða heilsteikta villigelti í hvert mál. Í raun voru Gallar á þessum tíma hvorki skógarbúar né veiðimenn, heldur stunduðu þeir þróaða akuryrkju og ruddu skóga af kappi til að búa til nýtt ræktarland. Í sögunum er Gaulverjabær eina þorpið í gjörvallri Gallíu sem Rómarveldi hefur ekki tekist að brjóta undir sig og er það það rækilega umkringt af heilum fernum rómverskum herbúðum. Í sögunum er mikið gert úr menningarlegu sjálfstæði Gallanna í þorpinu sem halda í sínar hefðir og siði, öfugt við önnur héruð í landinu þar sem rómverska herraþjóðin hefur þvingað menningu sinni upp á heimamenn. Í dag hafa sagnfræðingar hafnað þessari gömlu túlkun á rómverska hernáminu og benda á að Rómverjar hafi hvorki haft mannafla né bolmagn til að standa í slíkri menningarlegri undirokun. Þess í stað hafi landstjórar Rómarveldis leyft heimamönnum að halda sínum háttum og samfélagið því ekki tekið neinar kollsteypur í fyrstu.Orðagrín og jaðartungur Ævintýri Ástríks birtust fyrst í myndasögublaði fyrir börn sem framhaldssögur. Árið 1961 var fyrstu sögunum safnað saman á bók og seldust 6 þúsund eintök fyrsta árið. Næsta bók, árið eftir, seldist þrefalt meira. Árið 1965 var salan orðin 300 þúsund eintök og þegar níunda sagan kom út árið 1969 seldust 1,2 milljónir bóka á fyrstu tveimur sólarhringunum! Í þeirri bók lenti Ástríkur í útistöðum við norræna víkinga (með hornahjálma, hvað annað) þótt blómatími víkinganna hafi raunar verið 800 árum síðar en sögusvið Gallastríðanna. Þessar gríðarlegu vinsældir skýrðust ekki hvað síst af snilli Goscinnys við að leika sér með kunnuglegar franskar staðalmyndir. Drjúgur hluti Ástríksbókanna gerist á ferðalagi, þar sem gantast er með klisjukenndar ímyndir íbúanna á hverjum stað. Orðaleikir og brandarar sprottnir af mállýskum eru fyrirferðarmiklir í sögunum. Það kann að skýra áhuga málvísindafólks á ævintýrum Ástríks, en þau hafa komið út á ótrúlega mörgum tungumálum – þar á meðal á mállýskum sem ekki eru talaðar nema af fáeinum þúsundum manna og sem lítil hefð er fyrir að nota á prenti. Latínugránar og esperantistar eiga svo vitaskuld sínar útgáfur. Hefur Ástríkur raunar verið nýttur til latínukennslu í skólum víða um lönd. Allar eru sögurnar fullar af vísunum í fornaldarsöguna, en samtímapólitíkin fær einnig sinn skammt. Þannig gerðu höfundarnir stólpagrín að kosningum og skrumi stjórnmálamanna í bókinni Ástríkur og gjafir Sesars frá árinu 1974, sem kom út um svipað leyti og Frakkar kusu sér Valéry Giscard d’Estaing sem forseta. Í Ástríki á Goðabakka, sem birtist í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen í Lesbók Morgunblaðsins, var skotið föstum skotum á arkitektúr og skipulag nýrra franskra borga á sjötta og sjöunda áratugnum og í Obelix et Compagnie eða Steinríkur ehf. frá árinu 1976 reyna Rómverjar að gera þorpsbúa að kapítalistum þar sem gantast er með stefnumál forsætisráðherrans Chiracs sem bregður fyrir í líki ungs hagfræðings. Steinríkur ehf. var næstsíðasta Ástríkssagan úr penna Goscinny. Hann lést árið 1977 aðeins 51 árs að aldri og var myndasöguunnendum harmdauði. Auk þess að semja handrit Ástríksbókanna var hann höfundur sagnanna um Lukku-Láka og Fláráð stórvesír.Geimverur og vatnaskrímsli Uderzo, sem hafði einbeitt sér að hlutverki teiknarans og aldrei lagt mikið til handritsgerðarinnar, ákvað að halda bókaflokknum áfram einn síns liðs. Sú ákvörðun var skiljanleg þar sem sögurnar möluðu gull, fyrirtæki slógust um að fá að nota Ástrík í auglýsingum sínum, gerðar voru kvikmyndir og jafnvel skemmtigarður í anda Gaulverjabæjar í grennd við París. Illu heilli reyndist Uderzo þó algjör eftirbátur félaga síns í hlutverki sögumannsins. Frá dauða Goscinny til ársins 2009 samdi hann tíu bækur, sem Ástríksunnendum ber almennt saman um að standi að baki fyrri sögunum að gæðum. Sumar eru þokkalega samdar, en oftar en ekki er söguþráðurinn óþarflega flókinn, klisjukenndur og ristir grunnt. Botninum var þó náð í bókinni þar sem geimverur frá öðrum hnöttum börðust í Gaulverjabæ í sögu sem átti augljóslega að vera ádeila á utanríkispólitík George W. Bush Bandaríkjaforseta! Uderzo lagði pennaveskið á hilluna fyrir fimm árum, þá 84 ára að aldri. Nokkru áður hafði hann tilkynnt þá ákvörðun sína að veita Ástríki framhaldslíf með nýjum höfundum. Nú þegar hafa tvær sögur litið dagsins ljós frá höfundinum Jean-Yves Ferri og teiknaranum Didier Conrad. Sú seinni viðheldur þeirri hefð að skírskota til pólitískra samtímaatburða, þar sem Wikileaks og Julian Assange eru í stórum hlutverkum. Fyrri bókin er hefðbundnari og segir frá heimsókn þeirra Ástríks og Steinríks á Piktaslóðir í Skotlandi. Sem nærri má geta úir þar allt og grúir af staðalmyndabröndurum um níska Skota, hálandaleika, sekkjapípugaul, Loch Ness-skrímsli og görótt viskí. Fyrir nokkrum misserum hófst útgáfa Ástríksbóka á íslensku að nýju eftir allnokkurt hlé. Fyrir þessi jól gefst svo íslenskum myndasögunjörðum kostur á að lesa um ævintýri Ástríks í Piktalandi. Sögurnar eru skemmtilegar sem fyrr, en deila má um ágæti þeirra sem kennslurits í sagnfræði.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira