Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni? Jóhann Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 12:24 Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar