Erlent

Vaskurinn af tæknifrjóvgun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hingað til hafa pör þurft að greiða virðisaukaskatt af tæknifrjóvgunum ef ófrjósemin hefur verið hjá karlmanninum.
Hingað til hafa pör þurft að greiða virðisaukaskatt af tæknifrjóvgunum ef ófrjósemin hefur verið hjá karlmanninum. Vísir/Getty
Skattamálaráðherra Danmerkur, Karsten Lauritzen, hefur fengið leyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að aflétta virðisaukaskatti af vissum tæknifrjóvgunum. Hingað til hafa pör þurft að greiða virðisaukaskatt af tæknifrjóvgunum ef ófrjósemin hefur verið hjá karlmanninum.

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa skilgreint barnleysi sem sjúkdóm hjá báðum aðilum. Skattayfirvöld hafa hins vegar í mörg ár krafist sjúkdómsgreiningar hjá konunni til að hægt væri að aflétta virðisaukaskatti af meðferðinni.

Danska ríkisútvarpið hefur það eftir yfirlækni tæknifrjóvgunardeildar danska landspítalans að nú muni fleiri börn fæðast í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×