Formaður Sjómannasambands Íslands telur verkfall líklegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2016 18:30 Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira