Erlent

Snákur birtist í háloftunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Atvikið minnti á atriði úr myndinni Snakes on a Plane frá 2006.
Atvikið minnti á atriði úr myndinni Snakes on a Plane frá 2006.
Farþegum mexíkóska flugfélagsins Aeromexico varð hverft við í fyrradag þegar snákur féll skyndilega úr farangurshólfi flugvélarinnar.

Vélin var á leið frá Torreon, í norðurhluta landsins, til Mexíkóborgar en þar á milli er um tveggja tíma flug. Áhöfn vélarinnar náði að klófesta dýrið og halda því í skefjum með því að vefja því inn í teppi og dagblöð. Vélin fékk forgangsmeðferð þegar á áfangastað var komið og meindýraeyðar tóku á móti dýrinu.

Í tilkynningu frá Aeromexico segir að rannsókn muni fara fram á því hvernig skriðdýrið komst um borð í vélina. Reynt verði að tryggja að slíkur atburður geti ekki endurtekið sig.

Nokkrir farþegar vélarinnar höfðu á orði að atvikið minnti helst á ræmuna Snakes on a Plane, frá árinu 2008, þar sem Samuel L. Jackson fór með aðalhlutverkið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×