Fótbolti

Magnað mark hjá verðandi Íslandsvini | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bárbara Latorre í leik gegn PSG.
Bárbara Latorre í leik gegn PSG. vísir/getty
„Er Barcelona búið að finna kvenkyns Lionel Messi?“ Þetta er spurning sem fréttamiðlar um allan heim velta upp eftir ótrúlegt mark sem Bárbara Latorre, leikmaður kvennaliðs Barcelona, skoraði Katalóníuslag gegn Espanyol á dögunum.

Latorre, sem áður spilaði með Espanyol, fékk boltann á eigin vallarhelmingi en fíflaði svo hálft lið Espanyol, stóð upp úr tæklinu og kláraði færið sitt meistaralega. Algjörlega klikkað mark.

Þessi 24 ára gamli leikmaður kom til Barcelona í fyrra og á að hjálpa liðinu að taka yfir spænskan kvennafótbolta en stefna Börsunga er að stækka kvennaliðið mikið á næstu árum og gera það eitt það besta í Evrópu.

Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, ræddi framtíð kvennafótboltans hjá Barcelona í viðtali við Fréttablaðið þegar hann var staddur hér á landi í sumar að fylgjast með fótboltaskóla Barcelona fyrir stúlkur sem fram fór á Valsvellinum.

Skólinn verður haldinn aftur á næsta ári en þá kemur líka aðallið Barcelona og spilar æfingaleik. Þá fá vonandi sem flestir að sjá Bárböru Latorre spila og ekki væri verra ef hún myndi hlaða í önnur ein tilþrif.

En þangað til er hægt að horfa á þeta mark nokkrum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×