Erlent

Peking grípur inn í stjórnmálin í Hong Kong

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í gær.
Frá mótmælum í gær. Vísir/AFP
Þing Kína felldi í nótt úrskurð sem kemur í veg fyrir að tveir stjórnmálamenn í Hong Kong, sem kalla eftir sjálfstæði borgarinnar, megi sitja á þingi þar. Um er að ræða umfangsmesta inngrip yfirvalda Kína í stjórnmálin í Hong Kong frá því að Bretar gáfu borgina eftir árið 1997.

Samkvæmt úrskurðinum verða þingmenn í Hong Kong að lýsa yfir stuðningi sínum við að Hong Kong sé hluti af Kína og að breyti þeir orðunum í embættiseið sínum geti þeir ekki orðið þingmenn.

Þing Kína er í raun æðra en hæstiréttur Hong Kong þegar kemur að túlkun laga þar. Þingið hefur gert fjóra aðra úrskurði frá 1997 en þetta er sá umfangsmesti.

Æðsti embættismaður Hong KongCy Leung, hefur gefið út að fyrirmælum Peking verði fylgt eftir.

Stjórnmálamennirnir tveir, Sixtus Leung og Yau Wai-ching voru nýverið kosin á þing í Hong Kong en við innsetningu þeirra neituðu þau að lýsa yfir hollustu við Peking. Því hafa þau ekki enn tekið sér sæti á þingi borgarinnar.

Í gæ mótmæltu hundruð við aðalskrifstofu Kína í Hong Kong en búist er við því að úrskurðurinn muni leiða til frekari og umfangsmeiri mótmæla.

Samkvæmt BBC líta Kínverjar alvarlega á málið. Sjálfstæðishreyfingin í Hong Kong sér inngrip yfirvalda í Peking sem ógn gegn sjálfstæði þeirra og málfrelsi. Í Kína er hins vegar alfariðo bannað að móðga ríkið og allt tal um sjálfstæði getur leitt til langrar fanelsisvistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×