Fótbolti

Hallgrímur lagði upp sigurmark Lyngby

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson. mynd/lyngby
Lyngby komst upp í fjórða sæti dönsku deildarinnar með 2-1 sigri á Odense á útivelli í dag en Hallgrímur Jónasson lagði upp sigurmark Lyngby fyrir Jeppe Kjaer.

Kjaer kom Lyngby yfir á 10. mínútu leiksins en Odense jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks með marki frá færeyska landsliðsmanninum Joan Simun Edmundsson.

Kjaer var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok en þá lagði Hallgrímur sem var áður fyrirliði Odense upp seinna mark Kjaer.

Heimamönnum tókst ekki að jafna leikinn og lauk leiknum því með 2-1 sigri Lyngby sem er átta stigum frá toppliði Kobenhavn þegar sextán umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×