Fótbolti

Silfur annað árið í röð hjá Avaldsnes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmfríður, hér í leik með íslenska landsliðinu, þurfti að sætta sig við silfurverðlaun í norska boltanum annað árið í röð.
Hólmfríður, hér í leik með íslenska landsliðinu, þurfti að sætta sig við silfurverðlaun í norska boltanum annað árið í röð. vísir/getty
Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og stöllur í Avaldsnes þurftu að sætta sig við silfurverðlaun í norsku deildinni í fótbolta annað árið í röð en Lilleström varð í dag norskur meistari þriðja árið í röð.

Eftir jafntefli Lilleström gegn Stabæk um síðustu helgi átti Avaldsnes enn veika von á titlinum fyrir lokaumferðina en til þess þurfti Lilleström að tapa gegn Sandviken á sama tíma og Avaldsnes ynni Stabæk.

Lilleström vann öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn Sandviken og kom það því ekki að sök að Avaldsnes mistókst að sigra Stabæk á heimavelli.

Hólmfríður lék allan leikinn fyrir Avaldsnes en Þórunn Helga kom inn af bekknum og lék síðasta hálftímann en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×