Erlent

Einn fórst og þrjátíu særðust í sprengjuárás í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Tyrklandsstjórn hefur sakað flokk Kúrda, PKK, um að bera ábyrgð á árásinni.
Tyrklandsstjórn hefur sakað flokk Kúrda, PKK, um að bera ábyrgð á árásinni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti einn lést og um þrjátíu liggja sárir eftir að bílsprengja sprakk í morgun í borginni Diyarbakir í suðausturhluta Tyrklands.

Kúrdar eru eru fjölmennasta þjóðarbrotið í þeim hluta landsins.

Sprengingin var gerð nálægt lögreglustöð borgarinnar en aðeins nokkrum klukkutímum fyrr hafði lögreglan í Tyrklandi handtekið nokkra háttsetta stjórnmálaforingja Kúrda sem sæti eiga á tyrkneska þinginu.

Tyrklandsstjórn hefur sakað flokk Kúrda, PKK, um að bera ábyrgð á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×