Erlent

Saka lögreglu á Ítalíu um að pynta flóttafólk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Samtökin Amnesty International hafa sakað lögregluþjóna á Ítalíu um að beita flóttafólki barsmíðum og gefa þeim raflost. Það sé gert til að þvinga flóttafólk til að gefa fingraför. Samtökin segja að þessar aðferðir séu mögulega pynting.

Yfirmaður lögreglumála á Ítalíu segir þetta þó kolrangt. Lögregluþjónar beiti ekki valdi til að fá fingraför.

Í nýrri skýrslu Amnesty kemur er því haldið fram að ESB hafi beitt yfirvöld Ítalíu miklum þrýstingi varðandi flóttamannavandann þar. Rúmlega milljón flóttamanna komu til Evrópu í fyrra og þar af kom stór hluti til Ítalíu frá Líbýu. Fjöldinn hefur einnig verið gífurlegur nú í ár.

Amnesty segir ESB hafa þrýst á Ítali að taka fingraför flóttafólks, svo hægt sé að bera kennsl á þau um alla Evrópu. Það hafi leitt til ofbeldis. Samtökin ræddu við 170 manns og segja að jafnvel ungmenni hafi verið beitt ofbeldi. 16 ára drengur segir að lögregluþjónar hafi gefið honum raflost í kynfærin.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir lögreglustjórinn Franco Gabrielli að þetta sé kolrangt og að lögregluþjónar sínir beiti flóttafólk ekki ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×