Erlent

Britt Lundberg nýr forseti Norðurlandaráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Britt Lundberg er formaður flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
Britt Lundberg er formaður flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði. Mynd/norden.org
Britt Lundberg frá Álandseyjum var kjörin forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins í Kaupmannahöfn á fimmtudag.

Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að Lundberg hafi hlotið einróma kosningu. Hún segir að stærsta forgangsmálið verði að vinna að því að uppræta stjórnsýsluhindranir. Það sé afar mikilvægt til að tryggja frjálsa för borgara á Norðurlöndum.

„Britt Lundberg er fædd árið 1963 og er formaður flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði. Hún er þingmaður fyrir Miðjuflokkinn (Centern) á Lögþingi Álandseyja. Lundberg er menntaður kennari. Hún tekur við forsetaembættinu um áramótin, um leið og Finnland tekur við formennsku í Norðurlandaráði.

Britt Lundberg mun gegna embætti forseta í eitt ár og tekur við því af Henrik Dam Kristensen frá Danmörku.

Á formennskuári sínu, 2017, hefur Finnland þrjú áherslusvið: Menntun á Norðurlöndum, Hrein orka á Norðurlöndum og Tengslanet á Norðurlöndum,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×