Erlent

Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar

Írakski herinn reynir nú að ná Mosul aftur á sitt vald.
Írakski herinn reynir nú að ná Mosul aftur á sitt vald. vísir/epa
Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum.

Amnesty sakar sveitirnar um að hafa ráðist í hefndarhug gegn karlmönnum í þorpunum og litlu skeytt um hvort þar væru á ferð raunverulegir stuðningsmenn ISIS eða einfaldlega óbreyttir borgarar.

Sérsveitir írakska hersins gerðu hlé á sókn sinni í gærkvöldi  og einbeittu sér að því að hreinsa hverfi borgarinnar sem þeir hafa þegar náð á sitt vald, af vígamönnum ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×