Erlent

Byrjað að flytja flóttabörn úr Frumskóginum í Calais

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börn í flóttamannabúðunum í Calai fyrr á árinu.
Börn í flóttamannabúðunum í Calai fyrr á árinu. vísir/getty
Frönsk yfirvöld hafa byrjað að flytja fylgdarlaus flóttabörn úr flóttamannabúðunum í Calais en búðirnar ganga undir nafninu Frumskógurinn. Yfirvöld áætla að flytja um 1500 börn úr búðunum en byrjað var að rýma þær fyrir um viku síðan.

Börnin verða flutt í móttökustöðvar víðs vegar um Frakkland en þau hafa búið í gámum í Calais og vonast til þess að geta ferðast yfir til Bretlands. Yfirvöld í Frakklandi hafa nú hins vegar útbúið skjöl handa börnunum og sagt þeim að engar fleiri umsóknir um flutning yfir til Bretlands yrðu teknar fyrir í Calais.

Óeirðarlögregla var kölluð til í búðirnar í gærkvöldi eftir að slagsmál brutust út á milli kristinna ungmenna frá Erítreu og ungmenna frá Afganistan sem eru múslimar. Að sögn lögreglunnar tóku um 100 unglingar þátt í slagsmálunum, en frá þessu er greint á vef BBC.

Francois Hollande Frakklandsforseti hefur sagt að engum verði hleypt aftur inn í Frumskóginn en seinustu skýlin voru eyðilögð á mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×