Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 16:50 Hvert þeirra á að fá umboðið? Vísir Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson? Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson?
Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira