Erlent

Ákærður fyrir að brjóta nærri því internetið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn, Sven Olaf Kamphuis, hafnar öllum ásökunum og hefur kært hollenska ríkið.
Maðurinn, Sven Olaf Kamphuis, hafnar öllum ásökunum og hefur kært hollenska ríkið. Vísir/Getty
Réttarhöld yfir 39 ára gömlum Hollendingi sem sakaður er um að hafa staðið að baki netáras sem „tók nærri því niður internetið“ árið 2013 hófust í dag í Hollandi.

Maðurinn, Sven Olaf Kamphuis, hafnar öllum ásökunum og sagði í viðtali við staðarblaðið AD að hann yrði ekki viðstaddur réttarhöldin. Hann er sakaður um að hafa staðið að baki umfangsmikilli árás á sjálboðaliðahópinn Spamhaus sem sérhæfir sig í að birta lista sem netnotendur nota til að flokka út ruslpóst. Árásin hófst eftir að Spamhaus setti Cyberpunk, hóp sem Kamphuis var hluti af, á svartan lista hjá sér.

Árásin, sem var svokölluð Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri, var ein sú umfangsmesta sem gerð hafi verið á netinu. Árásin er sögð hafa verið svo kraftmikil að „heimurinn var nánast án internets í heila viku.“

Kamphuis var talsmaður hópsins sem sakaður er um að hafa staðið að baki árásinni. Hann var handtekinn á Spáni og framseldur til Hollands. Hann segir ásakanirnar fáránlegar og hefur kært hollenska ríkið til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×