Erlent

Verður einu ári lengur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Carney.
Mark Carney. vísir/epa
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, ætlar að stýra bankanum þangað til í júní 2019. Það þýðir að hann verður einu ári lengur yfir bankanum en hann hafði ætlað sér.

Carney hafði ákveðið að vera í fimm ár. Hann verður hins vegar tveimur árum skemur en bankastjórar Englandsbanka eru yfirleitt. Theresa May, forsætisráðherra Breta, segir að ákvörðun Carneys um að vera áfram stuðli að stöðugleika á þeim tíma þegar Bretar eru að semja um útgöngu úr ESB. Bretar ákváðu hinn 23. júní síðastliðinn að ganga út.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×