Erlent

Tveir Jasídar fá verðlaun

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nadia Murad Basee, annar verðlaunahafanna
Nadia Murad Basee, annar verðlaunahafanna vísir/epa
Tvær Jasídakonur frá Kúrdasvæðum Íraks fá Sakharov-verðlaunin í ár, en það eru mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins.

Þær Nadia Murad Basee og Lamia Haji Bashar fá verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum Jasída, einkum Jasídakvenna, en þær voru meðal þúsunda kvenna sem vígamenn Íslamska ríkisins, Daish, hnepptu í kynlífsþrældóm eftir að þeir réðust inn á svæði Jasída árið 2014.

Þær Basee og Bashar voru meðal þeirra Jasídakvenna sem vígasveitirnar hnepptu í kynlífsþrældóm. Daish-liðarnir myrtu jafnframt þúsundir manna í innrás sinni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×