Skoðun

Sjúkraþjálfun sem eflir líkams- og sjálfsvitund

Kristín Rós Óladóttir skrifar
Aðferð innan sjúkraþjálfunar sem nefnist Basic Body Awareness Therapy er mikið notuð á norðurlöndunum og víðar og hefur margþætt áhrif til bættrar líkamlegrar og andlegar heilsu í gegnum hugmyndafræði og æfingakerfi sem miðar að því að efla sjálfsvitundina.

Þeir sem orðið hafa fyrir áföllum sem skilið hafa eftir djúp spor og langvarandi streitu eiga á hættu að rof verði í  tengingu hugans við líkamann og innra líf.  Tengingu sem er mikilvæg heilsunni því með líkamanum skynjum við bæði ytra og innra áreiti m.a. snertingu og sársauka en einnig birtast tilfinningar okkar sem skynhrif í kroppnum og hugsanir eru nátengdar spennustigi líkamans.

 

Líkamsvitundarvinna eftir langvarandi aftengingu er ekki endilega auðveld og getur vakið ýmis viðbrögð sérstaklega í byrjun.  Með því að ræða málin og vinna jafnt og þétt úr því sem kemur upp vaknar oftast á endanum einhverskonar upplifun af því að vera heilsteyptari en áður eða meira “heima” í sjálfri sér.

Að fá hjálp við vanda sem skapast við  áföll eins og kynferðislegt ofbeldi er ekki þrautalaust ferli á Íslandi.  Vöntun er á þverfaglegu úrræði  á sjúkrastofnunum landsins  og þó Stígamót, Drekaslóð og Aflið á Akureyri vinni ómetanlegt starf  er margt sem mætti bæta.  Gæfusporin,  vísir að þverfaglegu meðferðarúrræði fyrir konur með sögu um kynferðislegt ofbeldi  eru starfrækt bæði á Akureyri og  í Reykjavík.  Þau hafa  skilað  mörgum í atvinnulíf og nám, jafnvel eftir mörg ár á örorku. Gæfusporin eru ekki á föstu fjárframlagi heldur þarf að eyða töluverðri vinnu á hverju ári við að fjármagna starfsemina.  Það að taka þessi mál föstum tökum og byggja upp skilvirka enduhæfingu myndi ekki aðeins bæta lífsgæði margra sem sem eiga það skilið heldur borga sig fyrir þjóðarbúið í minni notkun lyfja og heilbrigðisþjónustu ásamt ávinningi aukinnar vinnufærni þessa hóps fólks.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×