Fótbolti

Þjálfaradóttir hljóp inn á til að fagna sigri og félagið fékk milljóna króna sekt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Renato Gaucho, þjálfari Gremio, lætur dóttur sína væntanlega sitja uppi í stúku næst.
Renato Gaucho, þjálfari Gremio, lætur dóttur sína væntanlega sitja uppi í stúku næst. vísir/getty
Brasilíska fótboltaliðið Gremio fékk þunga refsingu vegna þess að dóttir þjálfarans hljóp inn á völlinn eftir sigurleik liðsins í brasilísku bikarkeppninni.

Hin 22 ára gamla Carolina Portaluppi, nemi og fyrirsæta, sat á bekknum með föður sínum, Renato Gaucho, en hljóp svo inn á til að taka þátt í fagnaðarlátunum eftir að úrslitin í leik gegn Cruzerio lágu fyrir.

Þetta mæltist ekki vel fyrir en íþróttadómstóll Brasilíu hefur gert Gremio að leika seinni leikinn í bikarúrslitunum gegn Atlético Mineiro á útivelli. Þá var félagið sektað um 30.000 ríal, eða tæpa milljón íslenskra króna. Gremio ætlar að áfrýja úrskurðinum.

Í kjölfar úrskurðarins hafa reiðir stuðningsmenn Gremio ausið skömmum yfir Portaluppi á Instagram þar sem hún er með 488.000 fylgjendur.

Fyrri úrslitaleikur Atlético Mineiro og Gremio fer fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins 23. nóvember. Síðari leikurinn er viku seinna en óvíst er hvar hann fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×