Í von um veika ríkisstjórn Reynir Vilhjálmsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar