Skoðun

Langlífi millistéttaraulans í boði Íslandsbanka

Lilja Margrét Olsen skrifar
Íslandsbanki ákvað að veita bestu bankaþjónustu landsins. Liður í því var að bjóða hinn svokallaða íbúðarsparnaðarreikning. Óverðtryggður sparnaðarreikningur með 4,5% vexti, hugsaður fyrir ungt fólk á aldrinum 15-35 ára sem væri að safna fyrir útborgun fyrir húsnæði. Mér var seldur slíkur reikningur. Gulrótin var að þegar kæmi að húsnæðiskaupum fengi ég frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum húsnæðislána hjá bankanum. Eins og okurútlánavextir séu ekki nóg!

Í dag, tæpum tveimur árum eftir að ég hóf markvissa söfnun, keypti ég húsnæði. Ég hafði framkvæmt svokallað bráðabirgðagreiðslumat á vefsíðu bankans en til að sækja um lán þurfti ég að fara í greiðslumat hjá bankanum sjálfum. Greiðslumatið tók fjórar vikur (sem var gildistími kauptilboðsins) og niðurstaðan kom mér nokkuð á óvart.

Gallað greiðslumat

Í ljós kom að íbúðarsparnaðarreikningurinn var bundinn í 17 mánuði. Bankinn ákvað því, að mér forspurðri, að gera ráð fyrir að lána mér í formi yfirdráttar á móti sparnaðinum. Yfirdráttarlánið skyldi vera með 13% vöxtum. Vextirnir, sem hlupu á tugum þúsunda, komu svo til lækkunar ráðstöfunartekna í greiðslumatinu.

Þar sem reikningurinn er ekki laus fyrr en eftir fimm mánuði er vaxtamunurinn á íbúðarsparnaðarreikningnum og yfirdráttarláninu neikvætt um tugi þúsunda. Fasteignamarkaðurinn hér á landi hefur enga þolinmæði og allra síst fyrir löngum greiðslufrestum. Ég var því nauðbeygð til að samþykkja yfirdráttarlánið til að fá sparnaðinn minn útgreiddan.

Neikvæð ávöxtun sparnaðar

Hefði ég þá haldið að málinu væri lokið. En nei – bankinn vildi fá mig til sín og fá undirritun mina á handveð í sparnaðaðrreikningnum á móti yfirdrættinum. Fyrir handveðið greiddi ég kr. 4.900.-

Í mínu tilviki er tap mitt gríðarlegt á hinum svokallaða íbúðarsparnaðarreikningi Íslandsbanka.

 

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×