Enski boltinn

Mkhitaryan ætlar sér að heilla Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United eru margir hverjir hissa á meðferðinni sem Henrikh Mkhitaryan hefur fengið hjá Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

Armeninn kom til United frá Dortmund í Þýskalandi í sumar og hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu síðan í borgarslagnum gegn Manchester City í september.

Mkhitaryan hefur síðustu daga og vikur verið orðaður við sitt gamla félag í Þýskalandi en sagði í viðtali við heimasíðu knattspyrnusambands Armeníu að hann ætli að sanna sig hjá United.

„Ég veit að ég get náð árangri hjá Manchester United. Ég vil sýna öllum að ég á skilið að vera lykilleikmaður hjá þessu liði og í þessari deild,“ sagði Mkhitaryan.

Sjá einnig: Landsleikjahelgin byrjaði á óvæntum og dramatískum sigri

„Ég hef ekki fengið nóg að spila og því þarf ég að gera mitt besta svo að þjálfararnir gefi mér tækifæri. Ég lít ekki á þetta sem vonbrigði heldur áskorun. Ég mun ekki gefast upp við fyrstu hindrun heldur held ég áfram þar til að ég næ markmiðum mínum,“ sagði hann enn fremur.

Sjálfur hefur Mourinho sagt að Mkhitaryan þurfi meiri tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Armeninn segist bera virðingu fyrir Mourinho og segist geta lært mikið af honum.

Sjá einnig: Mourinho: Mkhitaryan þarf að standa sig betur

„Ég fór ekki til Manchester United launanna vegna. Ég fór knattspyrnunnar vegna - vegna sögu félagsins, stuðningsmannanna og þjálfarans því hann er einn sá besti í heimi.“

Samantekt úr leik Armeníu og Svartfjallalands má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en um hádramatískan leik var að ræða þar sem úrslitin réðust í blálokin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×