Innlent

Stjórnarmyndunarviðræður: Fundað fyrir utan höfuðborgarsvæðið

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ákveðið var á föstudag að hefja formlegar viðræður á milli flokkanna
Ákveðið var á föstudag að hefja formlegar viðræður á milli flokkanna Vísir/Vilhelm/Anton
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar halda áfram í dag. Forystumenn flokkanna ásamt málefnanefndum byrjuðu að funda klukkan tíu í morgun.

Í gær hófust formlegar stjórnarmyndunarumræður á milli flokkanna þriggja. Þrír einstaklingar úr hverjum flokki sem ýmist eru þingmenn eða aðstoðarmenn ráðherra ásamt formönnum flokkanna þriggja eru í málefnanefndum sem hófu vinnu við undirbúning stjórnarsáttmálans í gær.

Samkvæmt heimildum fréttastofu munu viðræðurnar standa yfir í allan dag. Þá herma heimildir fréttastofu að fundurinn sé í heimahúsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið en nefndarmenn vildu fá góðan frið við fundarstörf.

Í dag eru liðnir ellefu dagar frá því að Guðni Th. Jóhannesson veitti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Bjarni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef viðræður skili ekki árangri á næstu tveimir til þremur dögum myndi hann skila umboðinu.


Tengdar fréttir

Sótt að Óttarri úr öllum áttum

Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×