„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 19:00 Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“