Erum við að sóa úrgangi? – Samkeppni við meðhöndlun úrgangs Magnús Þór Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar