Fótbolti

Zaha gefst upp á enska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zaha í enska landsliðsbúningnum.
Zaha í enska landsliðsbúningnum. vísir/getty
Vængmaður Crystal Palace, Wilfried Zaha, hefur sent inn beiðni til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, um að fá að spila fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar.

Zaha er fæddur í Afríku en alinn upp í Englandi. Hann hefur þegar spilað tvo landsleiki fyrir England en þar sem það voru vináttulandsleikir fær hann væntanlega leyfi hjá FIFA til þess að spila fyrir Fílabeinsströndina.

Vængmaðurinn stefnir á að vera orðinn löglegur landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar fyrir jól svo hann geti spilað með landsliðinu í Afríkukeppninni í janúar.

Zaha er löngu orðinn pirraður á því að vera aldrei valinn í enska landsliðið og hefur nú ákveðið að gefast upp í þeirri baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×