Ræða hvort Bretar geti greitt árgjald til að viðhalda ESB-réttindum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 15:15 Guy Verhofstadt leiðir Brexit-viðræður fyrir hönd Evrópuþingsins. Vísir/Getty Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB. Brexit Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB.
Brexit Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira