Forsetinn vitnar í Bubba og Bjartmar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira