Sumum finnst þetta eflaust vera skrítin ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2016 06:00 Dagur kveður þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. vísir/anton Þjálfarinn farsæli Dagur Sigurðsson skrifaði undir mjög sérstakan samning í gær. Þá samdi hann við japanska handknattleikssambandið fram yfir Ólympíuleikana árið 2024. Það er samningur upp á sjö og hálft ár. Dagur mun yfirgefa þýska handknattleikslandsliðið eftir HM í janúar og hefur störf sem þjálfari japanska landsliðsins í febrúar. Hann mun þess utan sjá um alla uppbyggingu á handboltanum í Japan.Í sambandi við Japan í tíu ár „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru tíu ár síðan ég fór vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið og hef verið að aðstoða þá með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi. Hef tekið leikmann hingað í eitt til tvö ár. Nú hef ég verið með japanskan þjálfara í Berlín sem hefur horft yfir öxlina á mér í tvö ár. Ég hef flogið til Japans einu sinni á ári og haldið fyrirlestur þar,“ segir Dagur um tengsl sín við japanska sambandið. Viðræður á milli hans og japanska sambandsins hófust síðan eftir Ólympíuleikana í Ríó. Dagur var með klásúlu í samningi sínum um að hann mætti fara frá þýska sambandinu fyrir smá skaðabætur á þessum tímapunkti og þá klásúlu nýtti hann sér. „Þetta er svolítið annað en að taka við þýska landsliðinu. Í Japan er ég líka að sjá um ráðgjöf, vera með fyrirlestra og hjálpa liðunum í deildinni. Ég mun koma með Sideline-leikgreiningarforritið til þeirra þannig að allir leikir verða greindir. Aðalatriðið er síðan að ég verð með liðið fram yfir tvenna Ólympíuleika,“ segir Dagur en Japan heldur Ólympíuleikana árið 2020 og Dagur segir að það taki lengri tíma að búa til gott lið. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að búa til eitthvert ofurlið þarna fyrir 2020. Það er of skammur tími. Ég var til í að skoða þetta ef þeir vildu horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni í landinu. Ég mun nánast koma að öllu þarna.“Dagur hefur náð í verðlaun á tveimur af þremur stórmótum sínum með Þýskaland.vísir/gettyVerður ótrúlega spennandi Handboltinn er ekki hátt skrifaður í Japan. Er enn jaðarsport þar en japanska handknattleikssambandið á sér framtíðarsýn og hefur skilning á því að það muni taka tíma að gera handboltann vinsælan, og öflugan, í landinu. „Það er verið að horfa á svo margt. Meðal annars markaðssetninguna á boltanum. Ég þekki vel til þannig að ég veit að ég get hjálpað til með marga hluti. Þetta verður ótrúlega spennandi. Þeir sáu að þeir gátu fengið eftirsóttan þjálfara sem hefur líka þekkingu á japanska boltanum. Það eru verðmæti í því fyrir þá að fá mig því aðrir þjálfarar væru kannski í eitt til tvö ár að koma sér inn í hlutina þarna.“Skynsamleg og yfirveguð ákvörðun Það vakti mikla athygli um aldamótin er Dagur tók upp á því, á hátindi ferilsins, að fara til Wakunaga Hiroshima í Japan og gerast spilandi þjálfari þar. Því starfi sinnti Dagur í þrjú ár en sú ákvörðun er enn að gefa af sér í dag. „Það er alveg hægt að segja það. Sumum finnst þetta eflaust vera skrítin ákvörðun hjá mér en fyrir mér er þetta mjög svo skynsamleg og yfirveguð ákvörðun. Við stefnum á að fjölskyldan flytji heim næsta sumar og ég flýg svo á milli Íslands og Japans. Ég veit ekki alveg hvað ég verð mikið í Asíu en ætli ég eyði ekki helmingnum af hverju ári í Japan,“ segir Dagur og bætir við að þessi langtímasamningur sé stór ástæða fyrir því að hann ákvað að stökkva á tilboðið.Degi er ætlað að byggja handboltann í Japan upp.vísir/eyþórAllir að hneigja sig og beygja Er Dagur tók við þýska landsliðinu á sínum tíma var stefnan sett á að toppa á ÓL í Japan árið 2020. Nú verður hann með annað landslið á þeim leikum. Það gekk mun hraðar hjá honum að búa til alvöru lið hjá Þýskalandi en búist var við og gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þó svo það hafi gengið vel með liðið reyndist Degi það ekki erfitt að ganga frá borði. „Ákvörðunin sem slík var ekki erfið af því að ég er að fá starf í hendurnar sem ég get stillt upp eins og ég vil hafa það. Það verður samt erfitt að skilja við liðið. Það er annar hlutur finnst mér. Það er svolítið erfitt að vera búinn að móta lið í þessu stóra handboltalandi og allir farnir að hneigja sig og beygja fyrir mér. Það er hægt að byggja mikið ofan á þetta lið og næstu árin hefðu getað orðið skemmtileg. Væntanlega með fleiri titlum og stuði,“ segir Dagur sem getur þó svo sannarlega gengið stoltur frá borði. „Áður en ég kom til þýska sambandsins var búið að gefa það út að stefna á sigur á Ólympíuleikunum árið 2020. Ég var sammála þeirri stefnu að byggja til langs tíma. Svo gekk þetta hraðar en það breytti því ekki að þessi klásúla var í mínum samningi. Öryggisventill fyrir báða aðila.“Dagur og Guðmundur náðu báðir í verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.vísir/antonGummi tróð ullarsokk í Dani Dagur sagði frá því í viðtali við íþróttadeild á dögunum að það hefði ekki bara verið dans á rósum að þjálfa þýska landsliðið. Það væru á stundum átök í bakherbergjum. Var umhverfið ein ástæða þess að hann ákveður að stökkva annað? „Nei, það spilaði nú ekki inn í. Það mátti reikna með slíku er ég kem inn í svona stórt batterí. Við sjáum nú hvernig hlutirnir voru hjá Gumma. Það eru alltaf átök en minna þegar vel gengur. Það var búið að ganga betur okkar megin framan af ári en svo náði Gummi að setja ullarsokkinn upp í þá sem var auðvitað stórkostlegt. Svona átök fylgja svona starfi og ef maður vill breyta einhverju hjá stóru og þungu sambandi.“Langar að búa heima Sá kostur að geta flutt fjölskylduna heim til Íslands var ein af ástæðunum fyrir því að Dagur tók tilboði Japana. Hefði hann verið áfram í Þýskalandi þá hefði fjölskyldan líka verið áfram þar í landi. „Við erum búin að búa úti í 20 ár og okkur langar að búa heima á Íslandi. Núna næ ég að stilla hlutunum upp eins og ég vil hafa þá. Það er mjög stórt að geta komið heim með fjölskylduna og svo er samningslengdin líka ákveðinn öryggisventill fyrir okkur. Svo erum við hrifin af Japan og við hlökkum til að geta hoppað á milli Reykjavíkur og Tókýó.“ Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Þjálfarinn farsæli Dagur Sigurðsson skrifaði undir mjög sérstakan samning í gær. Þá samdi hann við japanska handknattleikssambandið fram yfir Ólympíuleikana árið 2024. Það er samningur upp á sjö og hálft ár. Dagur mun yfirgefa þýska handknattleikslandsliðið eftir HM í janúar og hefur störf sem þjálfari japanska landsliðsins í febrúar. Hann mun þess utan sjá um alla uppbyggingu á handboltanum í Japan.Í sambandi við Japan í tíu ár „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru tíu ár síðan ég fór vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið og hef verið að aðstoða þá með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi. Hef tekið leikmann hingað í eitt til tvö ár. Nú hef ég verið með japanskan þjálfara í Berlín sem hefur horft yfir öxlina á mér í tvö ár. Ég hef flogið til Japans einu sinni á ári og haldið fyrirlestur þar,“ segir Dagur um tengsl sín við japanska sambandið. Viðræður á milli hans og japanska sambandsins hófust síðan eftir Ólympíuleikana í Ríó. Dagur var með klásúlu í samningi sínum um að hann mætti fara frá þýska sambandinu fyrir smá skaðabætur á þessum tímapunkti og þá klásúlu nýtti hann sér. „Þetta er svolítið annað en að taka við þýska landsliðinu. Í Japan er ég líka að sjá um ráðgjöf, vera með fyrirlestra og hjálpa liðunum í deildinni. Ég mun koma með Sideline-leikgreiningarforritið til þeirra þannig að allir leikir verða greindir. Aðalatriðið er síðan að ég verð með liðið fram yfir tvenna Ólympíuleika,“ segir Dagur en Japan heldur Ólympíuleikana árið 2020 og Dagur segir að það taki lengri tíma að búa til gott lið. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að búa til eitthvert ofurlið þarna fyrir 2020. Það er of skammur tími. Ég var til í að skoða þetta ef þeir vildu horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni í landinu. Ég mun nánast koma að öllu þarna.“Dagur hefur náð í verðlaun á tveimur af þremur stórmótum sínum með Þýskaland.vísir/gettyVerður ótrúlega spennandi Handboltinn er ekki hátt skrifaður í Japan. Er enn jaðarsport þar en japanska handknattleikssambandið á sér framtíðarsýn og hefur skilning á því að það muni taka tíma að gera handboltann vinsælan, og öflugan, í landinu. „Það er verið að horfa á svo margt. Meðal annars markaðssetninguna á boltanum. Ég þekki vel til þannig að ég veit að ég get hjálpað til með marga hluti. Þetta verður ótrúlega spennandi. Þeir sáu að þeir gátu fengið eftirsóttan þjálfara sem hefur líka þekkingu á japanska boltanum. Það eru verðmæti í því fyrir þá að fá mig því aðrir þjálfarar væru kannski í eitt til tvö ár að koma sér inn í hlutina þarna.“Skynsamleg og yfirveguð ákvörðun Það vakti mikla athygli um aldamótin er Dagur tók upp á því, á hátindi ferilsins, að fara til Wakunaga Hiroshima í Japan og gerast spilandi þjálfari þar. Því starfi sinnti Dagur í þrjú ár en sú ákvörðun er enn að gefa af sér í dag. „Það er alveg hægt að segja það. Sumum finnst þetta eflaust vera skrítin ákvörðun hjá mér en fyrir mér er þetta mjög svo skynsamleg og yfirveguð ákvörðun. Við stefnum á að fjölskyldan flytji heim næsta sumar og ég flýg svo á milli Íslands og Japans. Ég veit ekki alveg hvað ég verð mikið í Asíu en ætli ég eyði ekki helmingnum af hverju ári í Japan,“ segir Dagur og bætir við að þessi langtímasamningur sé stór ástæða fyrir því að hann ákvað að stökkva á tilboðið.Degi er ætlað að byggja handboltann í Japan upp.vísir/eyþórAllir að hneigja sig og beygja Er Dagur tók við þýska landsliðinu á sínum tíma var stefnan sett á að toppa á ÓL í Japan árið 2020. Nú verður hann með annað landslið á þeim leikum. Það gekk mun hraðar hjá honum að búa til alvöru lið hjá Þýskalandi en búist var við og gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þó svo það hafi gengið vel með liðið reyndist Degi það ekki erfitt að ganga frá borði. „Ákvörðunin sem slík var ekki erfið af því að ég er að fá starf í hendurnar sem ég get stillt upp eins og ég vil hafa það. Það verður samt erfitt að skilja við liðið. Það er annar hlutur finnst mér. Það er svolítið erfitt að vera búinn að móta lið í þessu stóra handboltalandi og allir farnir að hneigja sig og beygja fyrir mér. Það er hægt að byggja mikið ofan á þetta lið og næstu árin hefðu getað orðið skemmtileg. Væntanlega með fleiri titlum og stuði,“ segir Dagur sem getur þó svo sannarlega gengið stoltur frá borði. „Áður en ég kom til þýska sambandsins var búið að gefa það út að stefna á sigur á Ólympíuleikunum árið 2020. Ég var sammála þeirri stefnu að byggja til langs tíma. Svo gekk þetta hraðar en það breytti því ekki að þessi klásúla var í mínum samningi. Öryggisventill fyrir báða aðila.“Dagur og Guðmundur náðu báðir í verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.vísir/antonGummi tróð ullarsokk í Dani Dagur sagði frá því í viðtali við íþróttadeild á dögunum að það hefði ekki bara verið dans á rósum að þjálfa þýska landsliðið. Það væru á stundum átök í bakherbergjum. Var umhverfið ein ástæða þess að hann ákveður að stökkva annað? „Nei, það spilaði nú ekki inn í. Það mátti reikna með slíku er ég kem inn í svona stórt batterí. Við sjáum nú hvernig hlutirnir voru hjá Gumma. Það eru alltaf átök en minna þegar vel gengur. Það var búið að ganga betur okkar megin framan af ári en svo náði Gummi að setja ullarsokkinn upp í þá sem var auðvitað stórkostlegt. Svona átök fylgja svona starfi og ef maður vill breyta einhverju hjá stóru og þungu sambandi.“Langar að búa heima Sá kostur að geta flutt fjölskylduna heim til Íslands var ein af ástæðunum fyrir því að Dagur tók tilboði Japana. Hefði hann verið áfram í Þýskalandi þá hefði fjölskyldan líka verið áfram þar í landi. „Við erum búin að búa úti í 20 ár og okkur langar að búa heima á Íslandi. Núna næ ég að stilla hlutunum upp eins og ég vil hafa þá. Það er mjög stórt að geta komið heim með fjölskylduna og svo er samningslengdin líka ákveðinn öryggisventill fyrir okkur. Svo erum við hrifin af Japan og við hlökkum til að geta hoppað á milli Reykjavíkur og Tókýó.“
Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti