Grunnlífeyrir almannatrygginga lagður af Halldór Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar