Útrýmum fátækt Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa á undir 1,90 dollurum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt? Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða velmegunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunnurinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigðis- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla. Á ráðstefnu sem haldin var í Istanbúl árið 2014 um nýju heimsmarkmiðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring, fræðimanni frá Sviss, að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tímabili.Úr greipum fátæktar Ekki eru margir áratugir síðan Ísland komst úr greipum fátæktar. Mér verður oft hugsað til ömmu minnar sem fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kröpp kjör. Hún fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og við tók erfiður tími hjá henni sem bláfátækri einstæðri móður í húsnæðishraki. Ekki vantaði dugnaðinn hjá ömmu, hún vann mikið en bar lítið úr býtum. Hærri laun, framsækin lög um almannatryggingar árið 1947 og aðgangur að félagslegu húsnæði breyttu miklu til hins betra fyrir ömmu og börnin hennar. Jafnframt áttu börnin kost á ókeypis grunnmenntun. Þannig fengu þau og síðar afkomendur þeirra tækifæri til að mennta sig og komast í góð störf, og þar með að losna úr viðjum fátæktar. Hefði amma búið í landi sem ekki hefði brotist úr fátækt og misskiptingu hefði hlutskipti afkomenda hennar orðið allt annað. Ísland komst í tölu ríkra þjóða með hjálp frá alþjóðasamfélaginu og með eigin áherslu á jöfnuð og jafnrétti. Þær áherslur má þakka baráttu fjölmargra karla og kvenna í gegnum áratugina, baráttu sem lýkur seint eða aldrei. Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörkum til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á www.un.is.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa á undir 1,90 dollurum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt? Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða velmegunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunnurinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigðis- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla. Á ráðstefnu sem haldin var í Istanbúl árið 2014 um nýju heimsmarkmiðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring, fræðimanni frá Sviss, að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tímabili.Úr greipum fátæktar Ekki eru margir áratugir síðan Ísland komst úr greipum fátæktar. Mér verður oft hugsað til ömmu minnar sem fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kröpp kjör. Hún fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og við tók erfiður tími hjá henni sem bláfátækri einstæðri móður í húsnæðishraki. Ekki vantaði dugnaðinn hjá ömmu, hún vann mikið en bar lítið úr býtum. Hærri laun, framsækin lög um almannatryggingar árið 1947 og aðgangur að félagslegu húsnæði breyttu miklu til hins betra fyrir ömmu og börnin hennar. Jafnframt áttu börnin kost á ókeypis grunnmenntun. Þannig fengu þau og síðar afkomendur þeirra tækifæri til að mennta sig og komast í góð störf, og þar með að losna úr viðjum fátæktar. Hefði amma búið í landi sem ekki hefði brotist úr fátækt og misskiptingu hefði hlutskipti afkomenda hennar orðið allt annað. Ísland komst í tölu ríkra þjóða með hjálp frá alþjóðasamfélaginu og með eigin áherslu á jöfnuð og jafnrétti. Þær áherslur má þakka baráttu fjölmargra karla og kvenna í gegnum áratugina, baráttu sem lýkur seint eða aldrei. Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörkum til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á www.un.is.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar