Birkir byrjaði í Búlgaríu | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 22:15 Birkir í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/epa Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira