Enski boltinn

Tandurhrein og sjaldgæf sexa hjá Chelsea-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa er markahæsti maðurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Diego Costa er markahæsti maðurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Vísir/Getty
Chelsea er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni en 1-0 útisigur á Middlesbrough í gær skilaði liðinu upp fyrir Liverpool og í efsta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir.

Chelsea náði toppsætinu með sjötta sigurleiknum í röð en það sem er enn athyglisverðara við þessa sigurgöngu er að Chelsea hefur ekki fengið á sig eitt einasta mark í þessum sex sigurleikjum.

Markatalan er 17-0 Chelsea-liðinu í hag en síðastur til að skora hjá Thibaut Courtois í marki Chelsea var Mesut Özil í 3-0 sigri Arsenal á Chelsea 24. september.

Síðan þá hefur Thibaut Courtois haldið marki sínu hreinu í 590 mínútur samfellt og liðsfélagar hans skorað sautján mörk í röð án þess að mótherjar þeirra hafa náð að svara fyrir sig.

Chelsea er aðeins áttunda liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær að vinna sex leiki í röð án þess að fá á sig mark. Fimm af hinum sjö liðunum hafa orðið enskir meistarar um vorið.

Chelsea náði þessu líka tímabilið 2004-05 og 2005-06 þegar liðið vann meistari en Chelsea hafði ekki náð sex sigurleikjum í röð án þess að fá á sig mark síðan að liðið afrekaði það frá febrúar til apríl árið 2007.

Sex sigrar í röð með hreint mark í ensku úrvalsdeildinni:

Chelsea 2004-05

Chelsea 2005-06

Liverpool 2005-06

Chelsea 2006-07

Manchester United 2007-08

Manchester United 2008-09

Manchester United 2012-13

Chelsea 2016-17

Sex leikja sigurganga Chelsea-liðsins:

1. október: 2-0 útisigur á Hull City

Mörkin: Nemanja Matic og Willian.

15. október: 3-0 heimasigur á Leicester City

Mörkin: Diego Costa, Eden Hazard og Victor Moses.

23. október: 4-0 heimasigur á Manchester United

Mörkin: Pedro, Gary Cahill, Eden Hazard og N'Golo Kanté

30. október: 2-0 útisigur á Southampton

Mörkin: Eden Hazard og Diego Costa

5. nóvember: 5-0 heimasigur á Everton

Mörkin: Eden Hazard (2), Marcos Alonso, Diego Costa og Pedro

20. nóvember: 1-0 útisigur á Middlesbrough

Markið: Diego Costa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×