Fótbolti

Stuðningsmenn Helsingborg réðust á son Henrik Larsson

Sonur Henke Larsson sem ráðist var á að leikslokum.
Sonur Henke Larsson sem ráðist var á að leikslokum. Vísir/getty
Stuðningsmenn Helsingborg voru heldur ósáttir eftir 1-2 tap gegn Halmstad á heimavelli en eftir leikinn er ljóst að Helsingborg leikur í næst-efstu deild á næsta ári eftir 23 ára veru í efstu deild.

Stuðningsmenn liðsins létu óánægju sína í ljós eftir leikinn þegar þeir brutu sér leið inn á völlinn og í átt að Jordan Larsson.

Larsson sem er sonur eins frægasta sænska knattspyrnumanns allra tíma og núverandi þjálfara liðsins, Henrik Larsson, skoraði mark Helsingborg í leiknum en hann gat ekki bjargað liði föður síns frá falli.

Einn stuðningsmaður virtist kýla Jordan sem leiddi til þess að öryggisverðir á vellinum skárust inn í leikinn og var Jordan teymdur í burtu af öryggisvörðum.

Henrik, faðir hans og þjálfari liðsins, reyndi að biðja stuðningsmennina um að róa sig niður en stuttu síðar fóru stuðningsmenn að grýta goðsögnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×