Fótbolti

Rosenborg tvöfaldur meistari annað árið í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmar var traustur í miðri vörn Rosenborg líkt og oft áður.
Hólmar var traustur í miðri vörn Rosenborg líkt og oft áður. Vísir/Getty
Norska stórveldið Rosenborg með Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og Guðmund Þórarinnsson innanborðs varð í dag norskur bikarmeistari annað árið í röð eftir 4-0 sigur á Kongsvinger í úrslitaleiknum.

Er þetta annað árið í röð sem Rosenborg vinnur tvöfalt heimafyrir en þetta er fyrsta tímabil Guðmundar í treyju Rosenborg.

Hólmar Örn byrjaði leikinn í miðri vörn Rosenborg en Guðmundur og Matthías þurftu að sætta sig við sæti á bekknum.

Rosenborg komst yfir snemma leiks en þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla gerðu endanlega út um leikinn. Andre Helland var á skotskónum en hann skoraði þrennu en Tore Reginiussen bætti við marki fyrir norsku meistaranna.

Matthías lék síðustu sex mínúturnar í leiknum en Guðmundur kom ekkert við sögu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×