Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sjúklings í Vestmannaeyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
TF-GNÁ náði að lenda í Vestmannaeyjum þrátt fyrir vont veður.
TF-GNÁ náði að lenda í Vestmannaeyjum þrátt fyrir vont veður. Vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ kom sjúklingi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Sjúkraflugvél hafði reynt að komast til Vestmannaeyja en þurfti frá að hverfa vegna veðuraðstæðna. Því barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu. Áhöfnin á TF-GNÁ var á leið á nætursjónaukaæfingu með björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar beiðnin kom og var hún stödd á flugvelli Landhelgisgæslunnar.

Afar blint var á leiðinni og um tíma var óvíst hvort unnt yrði að lenda á flugvellinum í Vestmannaeyjum, en betur fór en á horfðist og tókst það að lokum.

Lenti þyrlan með sjúklinginn í Reykjavík rúmlega hálf átta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×