Mané hetja Liverpool | Sjáðu markið Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 21:45 Sadio Mané var hetja Liverpool í Merseyside-slagnum í kvöld þegar hann tryggði gestunum sigur í leik erkifjendanna, 1-0, með marki í uppbótartíma. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en belgíski framhherjinn Divock Origi fékk tækifæri til að koma Liverpool yfir á 37. mínútu en skaut þá boltanum framhjá eftir góða sendingu frá Nathaniel Clyne. Liverpool komst aftur í gott færi, reyndar dauðafæri, í byrjun seinni hálfleik en Maarten Stekelenburg varði frábærlega einn á móti Brassanum. Mikill darraðadans var í teig Everton eftir vörsluna en heimamenn komu boltanum frá. Stekelenburg þurfti síðar að fara af velli vegna meiðsla en Joel Robles kom kaldur inn inn af bekknum á 64. mínútu. Svekkjandi fyrir Everton en sá hollenski var búinn að spila vel. Robles gerði þó vel í að verja skot frá Roberto Firmino eftir hornspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Spænski markvörðurinn henti sér snöggt niður og varði viðstöðulaust skot Firmino sem hitti boltann vel. Eftir tæpar sjötíu mínútur tæklaði Ross Barkley, miðjumaður Everton, Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, svakalega en slapp með gult spjald þegar flestir á bandi Rauða hersins vildu sjá rautt. Barkley líklega heppinn að fjúka ekki út af. Uppbótartími var átta mínútur og eftir tæpar fjórar mínútur af honum skoraði Sadio Mané sigurmark Liverpool og allt ætlaði um koll að keyra hjá stuðningsmönnum liðsins á Goodison Park. Varamarkvörðurinn Robles verður að taka hluta sakarinnar á sig en hann náði ekki til boltans þegar Daniel Sturridge átti laflaust skot fyrir utan teiginn. Boltinn hafnaði í stönginni og áður en Robles náði til hans var Mané mættur. Senegalinn er nú búinn að skora átta mörk og leggja upp fimm fyrir Liverpool í úrvaldeildinni á leiktíðinni. Flottur sigur hjá Liverpool og dramatískur en með sigrinum komst liðið upp í annað sætið þar sem það er með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Everton er áfram í níunda sæti með 23 stig. Farið verður yfir leikinn og alla hina í umferðinni í Messunni sem hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Sadio Mané var hetja Liverpool í Merseyside-slagnum í kvöld þegar hann tryggði gestunum sigur í leik erkifjendanna, 1-0, með marki í uppbótartíma. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en belgíski framhherjinn Divock Origi fékk tækifæri til að koma Liverpool yfir á 37. mínútu en skaut þá boltanum framhjá eftir góða sendingu frá Nathaniel Clyne. Liverpool komst aftur í gott færi, reyndar dauðafæri, í byrjun seinni hálfleik en Maarten Stekelenburg varði frábærlega einn á móti Brassanum. Mikill darraðadans var í teig Everton eftir vörsluna en heimamenn komu boltanum frá. Stekelenburg þurfti síðar að fara af velli vegna meiðsla en Joel Robles kom kaldur inn inn af bekknum á 64. mínútu. Svekkjandi fyrir Everton en sá hollenski var búinn að spila vel. Robles gerði þó vel í að verja skot frá Roberto Firmino eftir hornspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Spænski markvörðurinn henti sér snöggt niður og varði viðstöðulaust skot Firmino sem hitti boltann vel. Eftir tæpar sjötíu mínútur tæklaði Ross Barkley, miðjumaður Everton, Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, svakalega en slapp með gult spjald þegar flestir á bandi Rauða hersins vildu sjá rautt. Barkley líklega heppinn að fjúka ekki út af. Uppbótartími var átta mínútur og eftir tæpar fjórar mínútur af honum skoraði Sadio Mané sigurmark Liverpool og allt ætlaði um koll að keyra hjá stuðningsmönnum liðsins á Goodison Park. Varamarkvörðurinn Robles verður að taka hluta sakarinnar á sig en hann náði ekki til boltans þegar Daniel Sturridge átti laflaust skot fyrir utan teiginn. Boltinn hafnaði í stönginni og áður en Robles náði til hans var Mané mættur. Senegalinn er nú búinn að skora átta mörk og leggja upp fimm fyrir Liverpool í úrvaldeildinni á leiktíðinni. Flottur sigur hjá Liverpool og dramatískur en með sigrinum komst liðið upp í annað sætið þar sem það er með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Everton er áfram í níunda sæti með 23 stig. Farið verður yfir leikinn og alla hina í umferðinni í Messunni sem hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira