Innlent

Jörð skalf á Norðurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norðlendingar fundu margir hverjir fyrir skjálftanum.
Norðlendingar fundu margir hverjir fyrir skjálftanum. Vísir/Pjetur
Nokkuð stór jarðskjálfti, 3,5 stig að stærð, varð við Hjalteyri í Eyjafirði, um þrettán kílómetra suður af Grenivík, klukkan 9:44 í morgun.

Fréttastofu bárust nokkrar ábendingar að norðan um að jörð hefði skolfið og margir urðu skjálftans varir, meðal annars á Akureyri og á Dalvík.

Veðurstofan hefur staðfest skjálftann en hann var 3,5
 stig að stærð. Hann varð á um ellefu kílómetra dýpi.

Annar minni skjálfti, 1,1 að stærð varð á svipuðum slóðum aðeins fyrr, klukkan 9:41.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:06





Fleiri fréttir

Sjá meira


×