Innlent

Þurfa meiri tíma

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HHS) vill seinka gildistöku nýrrar reglugerðar um tilvísanir fyrir börn.
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HHS) vill seinka gildistöku nýrrar reglugerðar um tilvísanir fyrir börn. Vísir/Stefán
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HHS) vill seinka gildistöku nýrrar reglugerðar um tilvísanir fyrir börn. Reglugerðin er í umsagnarferli en áætluð gildistaka er 1. febrúar á nýju ári.

Reglugerðin felur í sér að foreldrar sem leita með börn sín beint til barnalæknis greiði umtalsvert hærra gjald en þeir sem hafa fengið tilvísun frá heimilislækni. Foreldrar sem leita fyrst til heimilislæknis, og þaðan til barnalæknis, munu áfram greiða sama gjald, 890 krónur, en verð fyrir aðra verður á bilinu 5-8 þúsund krónur.

„Við erum sammála því að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður en þetta er fullknappur fyrirvari. Við hefðum viljað efla heilsugæsluna að mannskap og aðstöðu áður en breytingin tekur gildi,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HHS.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×