Innlent

Bankinn lætur rannsaka leka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki ætlar að óska eftir lögreglurannsókn vegna málsins.
Íslandsbanki ætlar að óska eftir lögreglurannsókn vegna málsins. Vísir/Vilhelm
Íslandsbanki hefur lokið rannsókn á því hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttardómara sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi komið frá bankanum. Í tilkynningu frá bankanum segir að ekkert bendi til að svo sé og að gögnin hafi verið gömul og frá starfsemi Glitnis banka fyrir hrun. Íslandsbanki ætlar að óska eftir lögreglurannsókn vegna málsins.

Í tilkynningu frá bankanum segir að rannsóknin hafi verið gerð af innri endurskoðun bankans, en gögnin sem um ræðir eru háð þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki lítur málið alvarlegum augum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×