Innlent

Óforsvaranlegt lögregluástand

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í nógu að snúast.
Í nógu að snúast. Mynd/Lögreglan Hvolsvelli
Bæjarstjórn Ölfuss gagnrýnir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé ekki gert ráð fyrir framhaldi á sérstöku 76 milljóna króna framlagi sem Lögreglustjórinn á Suðurlandi fékk í gegn um Stjórnstöð ferðamanna.

Framlagið var til að efla eftirlit yfir sumarið og síðari hluta árs í uppsveitum Árnessýslu, hálendiseftirlit og eftirlit í Öræfum. „Ef litið er til Árnessýslu sérstaklega má benda á að það er á engan hátt forsvaranlegt að þar séu einungis tveir útkallsbílar eða fjórir lögreglumenn á hverri vakt sem sinna almennu eftirliti en þar búa um fimmtán þúsund manns. Langflest sumarhús landsins eru á því svæði og auk þess eru þar langmest sóttu ferðamannastaðir landsins,“ segir bæjarstjórn Ölfuss.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×