Innlent

Tveir hinna grunuðu smyglara áfram í haldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tveir menn verða áfram í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins.
Tveir menn verða áfram í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. Vísir/GVA
Tveir af fimm mönnum sem grunaðir eru um að smygla fjórum kílóum af amfetamíni og þó nokkru magni af sterum hingað til lands verða áfram í gæsluvarðhaldi næstu vikuna. Frá þessu er greint á vef RÚV en gæsluvarðhald yfir fjórum mannanna rann út í dag. Lögreglan fór ekki fram á varðhald yfir tveimur þeirra og var þeim því sleppt en hinir tveir verða áfram í haldi.

Rannsókn lögreglu á smygli mannanna var umfangsmikil og hafði staðið yfir í nokkrar vikur þegar mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en frá þessu var greint í Fréttablaðinu í dag.

Mennirnir eru þrítugs-og fertugsaldri. Þeir eru allir íslenskir ríkisborgarar en einn þeirra er af erlendu bergi brotinn.

Tveir mannanna eru háskólanemar en í starfsnámi hjá líftæknifyrirtæki í Reykjavík en lögreglan rannsakaði meðal annars vinnuaðstöðu mannanna hjá fyrirtækinu. Einn er fasteignasali, einn er sölumaður fæðubótarefna. Þá er fimmti maðurinn starfsmaður hjá póstdreifingarfyrirtæki.


Tengdar fréttir

Margra vikna rannsókn leiddi til handtöku fimm manna

Gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um smygl á amfetamíni og sterum rennur út í dag. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir þeirra hafa stundað vaxtarrækt. Húsleit var gerð á vinnustöðum mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×