Innlent

Heitt vatn tekið af Grafarvoginum á mánudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Lokað verður fyrir heitt vatn í Folda-, Húsa- og Hamrahverfi í Grafarvogi á mánudaginn.
Lokað verður fyrir heitt vatn í Folda-, Húsa- og Hamrahverfi í Grafarvogi á mánudaginn. Vísir/Pjetur
Lokað verður fyrir heitt vatn í Folda-, Húsa- og Hamrahverfi í Grafarvogi á mánudaginn. Gera á við stofnæð sem gaf sig í nóvember en áætlað er að viðgerðin muni standa yfir frá klukkan átta um morguninn til klukkan sjö um kvöldið.

Verð breytingar á lokunaráætluninni á mðean á framkvæmdunum stendur verður tilkynnt um þær á Facebooksíðu Orkuveitu Reykjavíkur eða á heimasíðu Veitna.

Í tilkynningu frá Orkuveitunnar segir að með viðgerðinni sé vonast til þess að komið verði í veg fyrir frekari bilanir og að sunnanverður Grafarvogur njóti öruggrar afhendingar heits vatns til neyslu og húshitunar.

„Fólki er ráðlagt að hafa hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að híbýli kólni. Einnig að gæta þess að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×