Innlent

Rósir farnar að springa út vegna hlýinda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Pálmi Sveinsson lyktar af jólarósinni í garðinum sínum.
Pálmi Sveinsson lyktar af jólarósinni í garðinum sínum. vísir/eyþór
Rósir eru farnar að springa út hjá hjónunum Pálma Sveinssyni og Ölfu Malmquist en þau eru með rósir í garðinum sínum í Kópavogi. Veður hefur verið óvenju milt þennan veturinn og er það ástæða þess að blóm sem almennt blómstra að sumri eru farin að springa út.

Fölbleik rósin er einkar falleg.vísir/eyþór
Alfa segir það hafa verið afar ánægjulegt að fylgjast með blómunum þennan veturinn. Aðeins ein rós hafi sprungið út, enn sem komið er í það minnsta.

„Ég bjóst ekki við að hún myndi opna sig þannig að þetta kom mér frekar á óvart. Ég hef reyndar einu sinni átt rós sem blómstraði um miðjan nóvember og það kom mér líka á óvart, en það er töluvert langt síðan,“ segir Alfa.

Alfa er mikil áhugakona um blómarækt en hún ræktar bæði sumarblóm og rósir. Hún segir það verða forvitnilegt að sjá hvort fleiri rósir muni springa út hjá sér á næstunni.

 

 

vísir/eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×