Varar við því að Idlib geti orðið næsta Aleppo Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 23:30 Þessar konur og börn voru á meðal þeirra almennu borgara sem voru fluttir frá Aleppo í dag. vísir/getty Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura. Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura.
Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11
Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55