Innlent

Star Wars sýnd stanslaust í sólarhring

Þorgeir Helgason skrifar
Nýjasta stjörnstríðsmyndin var frumsýnd í gærkvöldi.
Nýjasta stjörnstríðsmyndin var frumsýnd í gærkvöldi.
Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Rogue one, var frumsýnd á miðnætti í gærkvöldi. Aðdáendur stjörnustríðsveraldarinnar hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir myndinni en hún er sögð vera myrkari en aðrar myndir í seríunni.

Myndin verður sýnd stanslaust í sólarhring í kvikmyndahúsum Sambíóanna og voru til að mynda sýningar klukkan sex og sjö í morgun.

Rogue One var að hluta tekin upp hér á landi, meðal annars við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi, og bregður fyrir leikurunum Ben Mendelsohn og hinum danska Mads Mikkelsen í íslensku landslagi í myndinni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×