Innlent

Sæki þjónustu til Reykjavíkur

Sveinn Arnarson skrifar
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bæjarráð Mosfellsbæjar gagnrýnir þjónustuskerðingu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við íbúa bæjarins vegna breytinga á kvöld- og næturvöktum heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ.

Spyr bæjarráð hvort það sé þjóðhagslega hagkvæmt að eina næturþjónustan sem bjóðist íbúum höfuð­borgarsvæðisins sé bráðadeild Landspítala.

Voru málefni heilsugæslunnar rædd á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í gær. Kemur þar fram í fundar­gerð að læknar séu ónægðir með breytingu á starfsemi heilsugæslustöðvarinnar og áhrif hennar á dreifðar byggðir höfuðborgarsvæðisins.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu misseri fjallað um stöðu heilsugæslunnar í sínum bæjar­félögum. Vilja þau eftir fremsta megni efla og tryggja heilsugæslu sem næst íbúunum.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×