Innlent

Norn ákærð fyrir norðan

Sveinn Arnarson skrifar
Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir í Nornamálinu svokallaða, þegar konur úr mótorhjólaklúbbnum MC Nornum og vinir þeirra réðust í sameiningu að manni á Akureyri í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hann þrírifbeinsbrotnaði og fékk áverka á höfuð eftir spörk.
Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir í Nornamálinu svokallaða, þegar konur úr mótorhjólaklúbbnum MC Nornum og vinir þeirra réðust í sameiningu að manni á Akureyri í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hann þrírifbeinsbrotnaði og fékk áverka á höfuð eftir spörk. Vísir/Pjetur
Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir í Nornamálinu svokallaða, þegar konur úr mótorhjólaklúbbnum MC Nornum og vinir þeirra réðust í sameiningu að manni á Akureyri í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hann þrírifbeinsbrotnaði og fékk áverka á höfuð eftir spörk. Fórnarlambið lést degi eftir að það lagði fram kæru í málinu.

Þrír karlmenn og fyrrverandi kærasta mannsins eru ákærð í málinu fyrir árásina sem er talin alvarleg. Var árásin framin þann 19. júlí í fyrra eftir gleðskap mótorhjólaklúbbsins. Fórnarlambið flúði frá heimabæ sínum eftir árásina.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Verði sakborningar fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist og sektir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×