Innlent

Yfir 2000 manns óskað eftir aðstoð fyrir jólin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá húsakynnum Fjölskylduhjálpar.
Frá húsakynnum Fjölskylduhjálpar. vísir/ernir
Fjölskylduhjálp hefur tekið á móti 700 umsóknum fyrir komandi jól í Reykjavík og Reykjanesbæ. Um er að ræða umsóknir frá yfir 2000 manns og þar af eru börnin í hundruðum talið, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir að ástandið sé mun verra en af sé látið. Lokað hafi verið fyrir umsóknir síðastliðinn mánudag en að þær séu enn að berast. Fólki sé hins vegar boðið að hringja og að reynt verði að aðstoða sem flesta.

„Uppgangurinn bankar ekki á dyr þeirra sem til okkar leita. Hér erum við með fólk sem fór illa út úr hruninu og komið á leigumarkaðinn. Hluti öryrkja og eldri borgara búa margir við þröngan kost og hafa því ekkert val en að koma til okkar og fá jólaaðstoð,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×